Nú nota ég hið ágæta forrit AudioCatalyst til að encóða mp3 fælana mína. Þetta alveg hreint ágæta forrit hefur verið að gera góða hluti hjá mér … þangað til að ég setti inn, hið annars ágæta stýrikerfi Windows 2000. Síðan þá hefur AudioCatalyst ekki verið að gera góða hluti vegna þess að á þessu nýja (ágæta) stýrikerfi er BARA hægt að rippa á Analog hraða(fyrir amatöra þá er það 1x :).
Þetta er að sjálfsögðu ekki nógu gott mál, en ástæðan fyrir þessu ku vera slík að W2K virðist hvorki vera með innbyggðan stuðning fyrir ASPI rippun né MSCDEX rippum. Því þótti mér augljósasta málið að leita að ASPI driverum fyrir Toshiba DVD drifið mitt, en eftir stutta leit virtist ég vera að fá þau svör að slíkur dræver væri óþarfur. Ekkert support fæst á xingtech.com (framleiðanda encóðarans ágæta) vegna þess að ljóta skítasamsteypan RealTech (hversu mikið hatar maður RealTech og AOL?) hefur tekið yfir XingTech. Slæmt mál það.
Því spyr ég: hefur einhver lent í einhverju svipuðu? hvernig fæ ég ASPI (eða MSCDEX) support á WIN2K? Ég er reyndar að lenda í svipuðu með tvær vélar… Á ég kannski bara að sætta mig við Analog (nei!) eða á ég að fá mér nýjan ripper (hvern þá?).
Kveðja og von um svör,
thom