Fartölvur fyrir skólann...
Jæjja… núna eru eflaust margir að íhuga kaup á fartölvum fyrir skólann og álíka. Ég ætla að kaupa mér allavegana og á í MIKLU basli með að velja mér :S Það eru svo margar tegundir og sölumenn og ég veit bara ekki upp né niður… Ég er tilbúinn að eyða um það bil 100-170 í fartölvu í skólann sem er góð/sæmileg í heavy-tölvuleikjum og aðallega: gott þráðlaust netkort, sem tengist automatic þráðlausu neti og sem hægt er að lana með snúru. Hún verður náttúrulega að vera áreiðanleg og helst með 2ára ábyrgð. Væruð þið til í að benda mér á einhverjar góðar tölvur?