Hér byrjar það, ég fékk nýja tölvu í febrúar 2000, ég var mjög ánægður með hana (2x500mhz, dual móbó, 512mb RAM, nVIDIA geforce 256 og 21“skjár…. :) og var með Win2k, svo byrjaði það að í hvert sinn sem ég skaut af grenade launcher eða rocket launcher í Kingpin, þá fór tölvan automatic úr leiknum og byrjaði að generata Error log, sem var og er mjög skrítið.
Svo hélt það áfram í langflestum 3D leikjum sem ég fór í, svo senti ég hana í viðgerð, þá var skipt um móðurborð og stýrikerfi, fór niður í 500mhz og Win98SE.
Ég vonaði að hún yrði betri, en það mátti ekki gerast…hún fraus í langflestum leikjum sem runna á 3D, ég fór þá að gruna að þetta væri 3D kortið, vegna þess að leikirnir ganga fullkomnlega í software mode.
Þá var skipt um 3D-kort, og ég fékk Creative 3D Blaster Annihilator. En áfram hélt þetta vesen, og er enn….það er búið að taka 128mb RAM, svo ég er með 384mb RAM.
Til að sanna þetta meira, þá hef ég ekki enn komist í gegnum introið í Black and White.
”they can take our lives, but what they will never take, is our freedom!!!!" William Wallace