Verðmunur á minni getur líka verið af öðrum ástæðum.
Það er ekki allt minni eins…t.d. geta tveir PC100-222S-620 kubbar verið mjög ólíkir.
T.d. er til staðall frá intel sem þeir kalla JEDEC. Ég veit ekki nákvæmlega út á hvað þessi staðall gengur en þó veit ég að ef minnisframleiðendur fylgja þessum staðli þá getur minnið alltaf svarað til um það á hvaða hraða það keyri við mismunandi aðstæður, t.d. ef þú mixar PC100 og 133 og 222 og 322 minni.
Tökum dæmi:
Þú ert með tvo minniskubba í vélinni, hvorugur er JEDEC samhæfður…báðir hardkódaðir á sinn hraða.
1x PC100-222 og 1x PC100-322.
Móðurborðið/BIOSinn spyr kubbana þegar kveikt er á tölvunni hverjir speccarnir þeirra séu og þeir svara eina hraðanum sem þeir þekkja. Við þetta þarf BIOSinn að taka til greina að 222 kubburinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að keyra á 322 og þarf að taka tillit til þess og doublechecka allt sem fer á þann kubb. Þetta hægir pínulítið á vélinni (ca 3-5%).
Ég veit að aco selur JEDEC compliant minni (ég þarf svona minni fyrir G4 vélina mína).
Friðu