Sælir vinir, þar sem þið vitið greinilega ekki mikið um fartölvur ætla ég að miðla visku minni. Ég er búinn að eyða síðasta heilu ári að skoða umsagnir og álit manna á hinum ýmsu fartölvum á vefnum frá mörgum mjög virtum vefsíðum. Svo sem [notebookreview.com] sem er með þeim betri. Dell fartölvur fá ekki góða dóma þær hafa ekki gott build quality eins og það er kallað og eru frekar klossaðar og ekkert mjög flottar. Hæstu einkun fá nánast alltaf IBM Thinkpad vélarnar sem eru lang vandaðastar og öruggustu vélarnar. En ef þú ert að leita af vél sem á að vera leikjavél líka þá skaltu fá þér annað hvort Asus eða Sony báðar mjög vandaðar og fá góða dóma. Ég er ekki að mótmæla EJS sem er mjög fínn söluaðilli og á engan hátt að mæla með Nýherji sem er mesta okurbúlla dauðans. En ég keypti nýlega Thinkpad frá USA nánar tekið IBM Thinkpad T43(módel 2668-97U) og er það snilldarvél. Jæja gangi þér vel að velja en farðu endilega á vefsíðuna notebookreview.com og lestu umsagnir um vélina sem þú ert að spá í að kaupa áður en þú festir kaup á henni.