Jæja, fer náttúrulega hvaða cs þú ert að spila. Ef þú ert að spila 1.6 þá er allt langt undir 90fps MJÖG óeðlilegt (held ég a.m.k.). Í source máttu hins vegar alveg búast við að fá smá fps drop af og til, sérstaklega ef þú ert að spila með allar grafík-stillingarnar í hæsta, enda er 6600gt ekki nema mid-range kort í sinni kynslóð og hreinlega ekki ætlað að spila doom3, farcry, hl2, bf2 o.s.frv. í 1600x1200, 4xAA, 8xAF (og það á í sjálfu sér einnig við um marga aðeins eldri leiki).
Ég er sjálfur með svona kort og overall system í svipuðum klassa og hef spilað á því leiki síðan í desember á síðasta ári. Mér hefur á þeim tíma þótt skila sér best að spila í 1024x768 og upp í 1280x1024, allt eftir leikjum. Síðan hef ég yfirleitt notast við hæsta anisotropic filtering mögulegt en ekkert antialiasing og allt í fína.
Ef þú vilt lesa þér til um tilteknar stillingar í þeim leikjum sem þú ert að spila og svona skaltu svo bara kíkja á:
http://www.tweakguides.comVona að ég hafi eitthvað getað hjálpað.