Það er nú margt.
Ég á IPAQ 4155 með WLan og nota hana til að vafra, vera á MSN, tékka mail. Nú eða hlusta á músik. Ég er líka með Pocket DVD og get minnkað DVD mynd og horft á. Get komið 2-3 heilum bíomyndum á eitt 512mb kort með alveg þolanlegum gæðum.
Síðan er ég með Bluetooth GPS og nú er hægt að fá vegakort (vegvisir.is) fyrir Ísland en ég nota það mest erlendis.
Það er líka hægt að nota Word og Excel eða hlusta á audiobook eða bara lesa bækur sem maður DL.
Og svo er þetta auðvitað snilldar minnisbók. Ég nota þetta mikið og mæli hiklaust með HP Ipaq 4155. Kostaði $399.- í USA.