Ég er með lappa með 512MB minni (2x256) og mér er farið að finnast það frekar lítið og þess vegna er ég búinn að vera að pæla í að stækka við mig. Ég er bara með tvö slot, þannig að ég var að hallast að því að kaupa mér helst 1x1GB til að hafa meiri möguleika á að uppfæra seinna.
Ég fór að leita og fann þessi:
Corsair minni frá att.is á 19.950kr.
Super Talent minni frá computer.is á 16.055kr.
Ég var jafnvel að spá í að kaupa mér tvo stykki þannig að það munar alveg um þennan verðmun. Samt finnst mér Super Talent eitthvað svo… cheap nafn. Hefur einhver skoðun á því hvað ég ætti að gera? Jafnvel með link á önnur minni sem ég get skoðað?
Takk.