Ég er með nákvæmlega sama vandamál og þú en það gildir bara þegar maður flytur skrár en ekki með annað. Ef þú ætlar að flytja skrár, geturðu stofnað innanhús ircserver eins og ég gerði og það eina sem ég gerði síðan var bara að tengja báðar tölvurnar við irkið og það fór miklu hraðar.
Þetta sama vandamál var líka þegar ég var með Windows ME. Ef þetta er gamalt netkort myndi ég bara skipta því út fyrir nýtt og kaupa kort þar sem stendur að driverarnir séu Microsoft Certified(erfitt að sjá það á kassanum ef það er en þeir nefna það oftast). Áður en þú kaupir kortið, myndi ég fara á heimasíðu framleiðandans og athuga vel hvort það séu einhver vandamál með kortið í kerfinu sem þú ætlar að hafa það í. Ef þú vilt spyrja einhverra fleiri spurninga, er ég opinn og getur þú bara sent mér skilaboð eða hakað við “Láta sendanda vita að honum hafi verið svarað”.<br><br>—-$<a href="
http://www.svavarl.com/frami“ target=”svavarl.com/frami“>Frami</a>$<a href=”
http://www.svavarl.com/fragman/“ target=”fragmanhomepage“>Fragman</a>——-
”Ég hef aldrei rangt fyrir mér, ég hef bara annan sannleika en aðrir"
-Fragman, 2001