Ef að hún startar sér ekki (ekkert píp kemur, viftur og harðir diskar fara ekki af stað) þá getur verið að öryggið inní spennugjafanum hafi slegið út, taktu tölvuna úr sambandi, bíddu í eina mínútu og stingdu aftur í samband. Ef að þetta virkar ekki þá getur verið að: Öryggið í spennugjafanum sé sprungið, takkinn á kassanum sjálfum sé bilaður, móðurborðið sé bilað eða það er útleiðsla einhver staðar í kassanum. Það getur gerst að snerturnar í molex tengjunum (rafmagnstengin fyrir íhlutina) sem ekki eru notuð geta rekist í málma inní kassanum og slegið spennugjafanum út.