Þú ert nú meiri snillingurinn, tekst að rústa Win2000 uppsetningu. Ýmislegt er nú hægt ;)
Þar sem WinME er það versta sem Microsoft hefur gefið út (já Arnorg, þetta er satt :)) þá mæli ég eindregið með því að þú skiptir því út fyrir hreinræktað 32bita stýrikerfi eins og Windows 2000 Professional. Stýrikerfi byggð upp á DOS (Win95/98/98SE/ME. Þótt að “dos” sé vel falið í ME þá er það þarna undir, trust me ;)) eru og verða aldrei stabíl. Þetta er marg, marg sönnuð staðreynd.
Sko…það sem ég mæli með að þú gerir er e.f.:
1. Setja Win2000 uppsetningu í gang á CD'inu og láta formata diskinn í NTFS.
2. Setja kerfið upp. Helst með Win2000 install disk sem er með SP2 innbyggt.
3. Setja inn Service Pack 2 (SP2), og ekki láta taka backup fyrir uninstall. 100MB illa varið þar.
4. Setja inn VIA 4in1 driverana.
5. Ná í allar uppfærslur sem skipta máli á windowsupdate.com.
6. Defraga drifið. Helst í “boot mode” með Diskeeper V6.
7. Setja inn rest af driverum. Að sjálfsögðu nýjustu.
8. Setja inn þau forrit/leiki sem þú villt hafa inn á draslinu.
9. EKKI FIKTA Í ÞVÍ SEM ÞÚ HEFUR EKKI VIT Á!!!
10. Defraga drifið aftur. Helst í “boot mode” með Diskeeper V6.
Það er kannski spurning hvort þú ættir að logga þig alltaf inn sem “guest” svo þú getir ekki gert neitt af þér…heheh ;)
En svona án gríns þá er best að setja Windows upp í ca. þessari röð til að fá sem mestan hraða á kerfinu.
Svo gæti líka verið að þú þurfir að fara yfir stillingar í BIOS'inum, t.d. pnp.os og fl.
BOSS
There are only 10 types of people in the world: