Sælir meistarar!

Þetta er last resort að leita hingað. Ég fékk mér Microsoft Natural Pro lyklaborð. Ok, það er voða þægilegt og ég pikka hraðar núna þegar ég er loksins búinn að venjast því. En einn galli er þó. Alltaf þegar ég nota mirc, ipulse, icq, msn eða eitthvað svona forrit fer allt í rugl. Eftir smástund verða allir stafir CAPS LOCK og ef ég set CAPS LOCK á verða þeir stafirnir litlir. En öll tákn eru samt eins og CAPS LOCK sé á. Ég get ekki skoðað heimasíður þegar lyklaborðið er í þessum ham því þá verður allur textinn hightlighted og ef ég vel keyri upp eitthvað shortcut á desktoppinnu keyrast upp öll forritin. Svo ef ég læt mig hafa það að pikka inn með þetta svona lagast þetta alltaf allt í einu eftir mislangann tíma þó. Ég er búinn að prufa að setja inn allar tegundir af driverum sem ég finn fyrir lyklaborðið en ekkert virkar.

Einhverjar hugmyndir???

Takk!