Tvívegis hef ég séð auglýstar tölvur með “Intel Pentium 3 Celeron” örgjörva, nú seinast í nýjasta ELKO-blaðinu. Ég veit ekki hvort ég er eitthvað að misskilja en ég vissi ekki betur en að ‘Pentium’ og ‘Celeron’ væru tveir gjörólíkir örgjörvar.
Til að svala forvitni minni leit ég á Intel heimasíðuna og sá þar örgjörvana:
Mobile Pentium® III Processor
Mobile Intel® Celeron™ Processor
Mobile Pentium® II Processor
Intel® Itanium™ Processor
Intel® Xeon™ Processor
Pentium® III Xeon™ Processor
Pentium® II Xeon™ Processor
Eru þetta enn ein “svikin” á tölvumarkaðinum eða er ég bara að rugla? Endilega látið vita :)
Kveðja,
Bjössi