Ég hef bara slæma reynslu af því að versla fartölvu í BT.
Bilað lyklaboðr, power supply, ekki allir diskar sem fylgja með, kannski móðurborðsbilun. Rafhlaða endist stutt, hljóðkortið lélegt o.fl. Þetta var Toshiba fartölva en ég ráðlegg þér samt að halda þér frá BT og Medion. Tölvur eru líka hátt verðlagðar þar. Mæli með Dell. Mjög góð þjónusta hjá EJS.
Einn átti tölvu þaðan braut hjarirnar á skjánum sínum. Hann fór með hana niður í EJS og sýndi þeim þetta. Eftir einhvern tíma fór hann með tölvuna aftur og beið meðan gert var við hana. Hann borgaði ekki neitt. Það sama gerðist með spennubreyti sem var orðinn svolítið lélegur útaf hnjaski. Snúran var slitin. Hann fór og fékk nýjan og borgaði ekki krónu.
Þjónustan í BT er heldur ekki góð. Ég óskaði einu sinni eftir að gert yrði við hljóðkortið á fartölvunni minni þar. Eftir þrjár vikur kom tölvan til baka, óbreytt.
*Utan efnis*
Ef þú ert að kaupa segjum skjákort frá tölvunörda og hann er ekki alveg viss um að hann vilji selja þá geturðu sagt, jæja, þá fer ég bara í BT og kaupi þetta.
Þá segir hann: “Neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!”, rífur í hárið á sér, hoppar upp í loftið, verður rauður í framan og selur þér það.
kv. Hilma