Það gerðist fyrir ári að ég ákvað að versla mér nýja fartölvu þar sem mín gamla var orðinn frekar gömul fyrir mig … og flaug þá sú asnalega hugmynd að verlsa vél af tölvulistanum á akureyri … Jæja … Vélinn var fullkominn í byrjun, ekkert vesen og gékk vel … Þar til einn dag að hd fór í henni, armurinn brotnaði bara sisvona … jæja, skift var um harða diskinn og allt gékk vel, þar til diskurinn fór aftur … Sama vandamál. Að skifta um disk var ekki gert heldur fékk ég bara nýja vél af sömu gerð og sú sem bilaði.
Jæja, fór ekki hd aftur í henni … sama vandamál og var þá loksins ákveðið að setja aðra gerð af hd í vélina og átti þetta að vera betri diskur … En ekki leið á löngu þar til að þetta fór allt saman aftur … Fékk ég nóg og fór með vélina til rvk í listann þar. Var ekki móðurborðið gallað sem leiddi til að hd fór í hvert skifti … En það gáfulega er að þeir settu alveg eins móðurborð aftur í vélina, hvað eru þeir að hugsa ??? Reyna að draga þetta á langið þar til vélinn dettur úr ábyrgð svo að þeir geti sópað inn peningum vegna endurtakandi bilana á gallaðri vél. Hef ég heyrt um aðra sem lentu í þessu með alveg eins vélar og ég … Svo ekki má gleyma allt það sem ég er búinn að missa … Skólaverkefni sem ég hef þurft að endurtaka og stanslausra uppsetninga á forritum sem ég nota … Verslið ekki acer vélar hjá Tölvulistanum …
Takk fyrir !!!
“No sense makes sense"