1. Taka alla harðadiska úr sambandi.
2. Starta á tölvunni og reyna að átta sig á því hvað gefur frá sér mestann hávaða, kassavifta, örgjörvafita, powersupply vifta, skjákorts vifta eða chipset vifta. Við flestar er hægt að ýta á miðjuna á þeim til að stoppa þær.
3. Skipta út því sem gefur frá sér mestan hávaða.
4. Næst er að athuga diskana, sama aðferð notuð og áður bara núna fylgjast betur með diskunum. Ef einn þeirra gefur frá sér óvenju mikinn hávaða væri best að skipta honum út fyrir nýjann. Einnig er sniðugt ef fjárhagur leyfir að vera með einn hljóðlátann disk undir stýrikerfið og svo vera með utanáliggjandi usb diska til að geyma gögn og annað dót. Hafa þá bara í gangi þegar þörf er á þeim.