Einn daginn, þá vildi windows einfaldlega ekki virka á tölvunni og ég reyndi að repaira það og þá náði hann aldrei að gera það og tölvan fuckaði upp windowsinu, þannig ég komst ekkert inní hana til þess að gera hluti. Síðan ákvað ég að setja upp windows aftur, og það gerðist alltaf sömu hlutirnir, annahvort stoppaði hann á 17% í windows installeringunni eðar hún fraus þegar ég átti að skrifa cd-key, Eða þá þegar hún reyndi að installera drivera fyrir keyboard og mouse, þá bara frosnaði allt. Ég er búinn að reyna að tengja kaplana milli harðadisksins og móðurborðsins á alla vegu sem hægt er, Master, slave. Sama með geisladrifin. (ég tengd samt ekkert bull ég tengdi samt þannig að allt ætti að virka þegar að hún myndi ræsa sig) En ekkert gekk. Svo prófaði ég bara einfaldlega að formaera diskinn…..og viti menn sama ruglið gerist aftur. (resetaði einnig BIOSið) Síðan keypti ég nýja harða diska og setti í tölvuna og reyndi að setja Win XP á þá, ennþá sama ruglið. En svo einhvernveginn eftir svona 20 tíma tilraunir til þess að setja Win XP á hana loksins náði tölvan að setja stýrikerfi inná. En það tók sirka 3-4 tíma að setja kerfið á hana. (not normal) Ok síðan ræsir tölvan sér og það tekur MJÖG langan tíma fyrir tölvuna að ræsa sig, sirka 30 minutes. En síðan þegar að skjáborðið kemur upp þá virkar allt hratt og fínt og tölvan keyrir leiki alveg á góðum hraða og svona. En ég tek eftir því að það tekur EILÍFÐ að setja ný forrit á hana, (semsagt leiki hljóðforrit og svona, og einnig að updata hluti svo sem drivers, win xp og svona)
P.S. ég er búinn að updata allt sem ég get updatað, alla drivera og sjálft XP kerfið.
Einhverntímann byrjaði ég að gruna að móðurborðið væri einfaldlega skemmt, en það getur sjálfsagt verið einhver önnur skýring. Einhver benti mér á að upgrada BIOSið sem ég skil ekkert hvernig á að gera, en ég efa að það hjálpi eitthvað. Svo stundum hættir bara músin stundum að virka og ég fæ hana ekki í gang fyrr en þá að restarta, en þá þarf ég að bíða í hálftíma. Svo stundum festist hljóðið, þ.e.a.s sami tónninn heyrist í sífellu.
Svo ég spyr, haldiði bara að móðurborðið sé ónýtt eða er einhver leið til þess að ég get reddað mér úr þessu máli?
Með þökk………Kjell