Getur einhver fróður frætt ófróðan um þessa örgjörva? Var að fjárfesta í einum slíkum og er að vona að ég hafi gert góð kaup … Endilega deilið skoðunum ykkar og öll ráð vel þegin varðandi t.d. kælingu o.s.frv.
Er búinn að vera með svona (640) í nokkrar vikur (lét sérpanta) og er bara afskaplega ánægður með hann.
Ég er bara með stock kælingu eins og er og virðist virka ágætlega, hangir í svona 40 - 45° í rólegheitum og hef séð hann mest fara í ca. 60° undir miklu álagi.
Það er mikilvægt að vera með móðurborð sem styður EIST flest 915/25 borð gera það í dag með BIOS uppfærslu. Ég valdi mér Abit AA8-XE.
Svo er það málið með Windows XP fyrir x86_64. Ég veit ekki hvort að driveramálin séu komin í gott mál í dag þannig að ég get ekki sagt af eða á með það (er bara með gamaldags sjálfur) en flest Linux distro eru löngu komin með útgáfur fyrir það og mæli ég hiklaust með þeim.
Veit ekki alveg hvernig þú ert að meina þetta, að þú hafir ekki heyrt um þessi númer á örgjörvunum eða þetta númer :) , en Interl örgjörvar hafa processor number, þú getur séð listan hér:
Þetta er þannig að ef þú ert að kaupa þér örgjörva þá getur það verið ruglandi þar sem þessir örgjörvar eru margir í alveg eins pakkningum, en hliðina á þeim er þetta númer. (það er allvega mína reynsla)
Intel notar númerakerfi núna til að auðkenna örrana. venjulegir desktop örrar eru 5xx línan (530,540,550,560), laptop örrar í dag eru 7xx línan og núna er 6xx línan komin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..