Er með nýjan 200 G SATA Disk, vandamálið er það að þegar ég skrifa eitthvað á diskinn, þá frýs tölvan eftir kannske 1-2G af skrifun.

Ég er með 2 SATA rásir á móðurborðinu og nota hina undir 40G raptor disk sem er með stýrikerfinu á. Þegar ég setti seinni SATA diskinn í þá þurfti ég að svissa tengjum á þeim því það er einungis hægt að boota up af SATA 0 (s.s. fyrra tenginu).

Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að, svona áður en ég fer með diskinn niður eftir aftur.

BTW: diskurinn er með NTFS file system og er búinn að full formatta hann og setja upp á eðlilegan hátt.
Alien8