Viðbótarkæling á tölvu
Já ég er að pæla í að bæta við kælinguna á tölvunni minni. Hún er amd 64 3200+, 1 gb innra minni, 440 gb harður diskur og sæmilegt skjákort geforce fx 5700 ultra 128 mb. Eg er með 320w. Power supply og 4 aðrar viftur (+1 sem er á power supply-inu). En mig langar til að geta haft kveikt á tölvunni 24/7. Eg er með Zalman örgjörvaviftu sem kostar ca. 5 þús kall.. og svo 3 aðrar viftur sem eru svipað stórar og vísakort. En 2 af þeim dæla lofti út úr vélinni og þá er bra 1 vifta á tölvunni sem dælir inn lofti og hún er staðsett neðst niðri á kassanum (er með dragon kassa), þannig að hún gerir ekki mikið gagn. Þannig að ég þarf mjög líklega að bora gat á hliðina á kassanum og setja þar stærðarinnar viftu sem á að dæla lofti inn í kassann til að hún mun kæla sig nóg. Þannig að ég spyr: Hvernig og hvar er best að gera það? og hvar fæ ég stóra viftu sem blæs inn lofti, bara eins stóra viftu og hægt er (power supply-inn minn þarf þó að raða við hana + allt hitt annað)