Ég skrifaði kork á Windows áhugamálinu um daginn. Ég hef ákveðið að setja hann líka inn hér og vona að einhver gæti hjálpað mér.
Þannig er mál með vexti að þegar ég kveiki á gömlu tölvunni, þá kemur upp villa:
Pri Master HDD Error
Run SETUP
Press F1 to Resume
Ég þarf sem sagt í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni að fara í BIOS-inn og finna HDD þar og “restart-a” svo. Það er ekki hægt þegar foreldrar manns eru að nota tölvuna. Þau kunna varla að kveikja á henni.
Mér var bent á að kaupa batterý fyrir móðurborðið. Það gerði ég en samt heldur sami errorinn að koma upp :/
Einhver fleirri ráð sem þið getið ráðlaggt mér? HDD er sko stilltur á Master búið að setja upp Windows XP.
Gamli korkurinn:
http://www.hugi.is/windows/threads.php?page=view&contentId=1982771
og einn ennþá eldri
http://www.hugi.is/windows/threads.php?page=view&contentId=1982771