Halló.
Rétt áðan var ég að spila Doom 3 og síðan allt í einu fraus leikurinn og svona svartar línur og allskonar grafíksvandamál komu upp á skjáinn. Þá restartaði ég tölvunni og á startup skjánum þar sem þú kemst inn í bios og svoleiðis var með svartar línur út um allt og það vantaði stafi í textann og svoleiðis, sama vandamál þegar farið var inn í bios. Tölvan fór síðan ekki neitt lengra en Windows XP load skjáinn, eftir það fékk ég svartann skjá. Þá slökkti ég á tölvunni og kveikti aftur, og viti memm, svörtu línurnar eru farnar og allir stafir sjáanlegir! En ég kemst ekki í gegn um Windows XP loading skjáinn, það kemur bara svartur skjár.
Það sem mér helst dettur í hug er að það hafi skemmst hjá mér skjákortið. Ég er með radeon 9500 kort softmoddað í 9700 kort sem hefur reyndar ekki verið í notkun í heilt ár (var staddur erlendis í eitt ár og kom aftur heim í þessari viku). Fyrir það var það samt í stöðugri notkun og engin vandamál komu upp. Mig minnir að ég hafi verið að overclocka kortið pínulítið, ég man þetta samt ekki því ég hef verið fjarverandi.
En þá kemur spurningin, er þetta ekki örugglega skjákortið? Ég er nefnilega þá að fara að kaupa mér nýtt kort. Gæti verið að þetta sé eitthvað annað en skjákortið? Og Þegar ég er kominn með nýtt skjákort, þarf ég þá ekki að laga eitthvað í biosinum þar sem ég var að overclocka hitt kortið smá? (minnir mig) Ég er búinn að gleyma öllu þessu tölvudóti svo ég bara man ekki hvernig á að gera allt þetta bios rugl.
Já og ef ske kynni að þetta sé kannski eitthvað annað, þá er ég með intel pentium 4 2.4C örgjöfa overclockaðann í 2.8ghz, 1gb ddr minni sem ég man ekki frá hvaða framleiðanda er og ég man ekki heldur hvað móðurborðið er, en ef þið þurfið þessar upplýsingar get ég komist að því :)
Takk fyrirfram fyrir svör.
(Og já, í sambandi við skjákort, er ekki X800 XT 256MB betra kort en X800 Pro 256MB?)