Veit einhver hvað gæti verið að þegar að brennari hættir að brenna cd en brennir ennþá dvd. Í nero kemur að forritið sé að bíða eftir að brennarinn verði til búinn og svo gerist ekkert. En þegar ég geri dvd brennslu þá virkar hann eins og ekkert sé að? Það er eins í öðrum forritum sem að ég er búinn að prufa. Það er eins og að brennarinn svari ekki diskinfo þegar að forritið biður um það þegar að tómur cd-r eða cd-rw er í honum. Ég er búinn að uppfæra firmware-ið í honum, en það breytir engu.
Detur einhverjum hér í hug hvað gæti verið að er að spá í hvert að þetta geti verið? Ég var að spá í hvort að þetta gætu verið windows driver-ar að fucka þessu upp er að keyra (winXP pro sp2).