Vinur…..Ég hefu líka verið að hugsa um að kaupa mér vél og hef skoðað þessar Fuji vélar mjög ítarlega og leyfðu mér að gefa þér smá ráð…..EKKI kaupa þér Finepix 6800 né 6900, þetta eru bæði gömul módel sem Fuji er að replace-a, nýja 6800 vélin heitir f601 og býður uppá margt margt fleira en gamla ásamt því að kosta 20.000 krónur minnna(!!!) og nýja 6900 vélin heitir s602 og er mun veglegri en sú gamla og mun einnig kosta mun minna en hún. Allar eru þessar myndavélar þó með eins sensor sem er 3.3 megapixel með 3.1 megapixel í effective pixelum og svo er hægt að láta þær “stækka” myndirnar uppí 6 megapixel sem er hálfgert svindl bara, þær eru “interpoletaðar” og myndavélin “giskar” hvaða pixelar eiga að vera hvar. Samt sem áður promotera þeir þessar vélar sem 6 megapixel en þeir plata svosem engan nema þá sem gera ekki heimavinnuna sína áður en þeir kaupa sér svona myndavélar! Nýju týpurnar eru þó með þriðju kynslóð af “SuperCCD” kubbnum frá fuji en samkvæmt review-um gefur hann ekkert betri myndir en sá gamli þrátt fyrir allt sem fuji segir, en hann býður samt sem áður upp á marga nýja möguleika.
F601 er nú þegar komin til landsins, s602 verður releasað worldwide í enda þessa mánaðar/byrjun júní.
Vona að þetta hafi hjálpað, er sjálfur að spá í að skella mér á s602 módelið þó ég hefði viljað hafa hana með 4 megapixela sensor :/