Kæra Hugafólk,
mig vantar ráðgjöf í sambandi við fartölvu sem ég á. Um er að ræða Dell Inspiron 8500 vél með 15,4“ WUXGA skjá en hún er búin ”Mobility Radeon 9000“ skjákorti. Um jólin fékk ég leik, ”Lord Of The Rings: The Battle for Middle Earth“, en hann skynjar kortið sem 16mb þó svo að Display Properties í vélinni segi það vera 32mb (sem er minimum requirement).
Cut the crap.
Ég hrindi í EJS og spurði hvort þeir væru með uppfærslur á skjákortum fyrir vélar eins og þessar, þar sem ég gæti t.a.m. fengið mér ”64MB Video Card, GeForce4 4200 Go, (NV28)“. Þeir sögðu einfaldlega ”Nei, þetta er allt innbyggt í tölvurnar, það er ekkert hægt að vera að opna þær og rífa allt út úr þeim, þetta er allt í móðurborðinu…" Er það rétt? Er virkilega ómögulegt að skipta út svona smáhlut í vélinni og sit ég þá uppi með glænýjan leik og ársgamla vél sem getur ekki keyrt hann vegna þess að smávægilegt atriði innan hennar er óuppfæranlegt?
Einn pirraður…