Kælingin er bara retail kælingin sem fylgdi með örranum. Ég get ekki séð hitann á meðan hún er í 100% vinnslu, því motherboard manager sýnir vitlaust hitastig, þ.e. það hitastig sem BIOS segir að sé system temperature. En rétt eftir alla vinnsluna sýndi bios 57°C, en það er kannski ekki alveg að marka. Throttle'ið fór mest upp í svona… 60-70% sýndist mér, og gerði það nokkuð oft. Það eru nokkrar vikur síðan ég update'aði allt með live update síðast, sniðugt sennilega að prófa það aftur. Ég reyndi, eins og ég sagði, að update'a BIOS en það gekk ekki, svo hann er ennþá sami og þegar ég fékk tölvuna.
Það er ekki mikið ryk í vélinni, er reyndar nýbúinn að blása mest allt út. Er með tvær kassaviftur, ein aftaná sem blæs inn og eina ofaná sem blæs út. Ég hef ekki bara prófað tvo harða diska, þennan sem ég er með núna og svo var annar sem virðist vera ónýtur, hann er bara 40GB, veit ekki hvort það komi þessu máli eitthvað við.
Eitt skrítið sem ég lenti reyndar í áðan.. eftir að ég slökkti á tölvunni í gær (sem var einmitt eftir eitt svona skemmtilegt restart úr CS:S) og kveikti svo núna áðan, þá kom upp eitthvað vesen. Það stóð að ég væri með pentium 4, 2,8GHz, en ég er með 3,2GHz. Þá stóð líka “CMOS settings wrong” svo ég fór í BIOS og þá höfðu nokkrar stillingar breyst í honum og ég lagaði það og allt var eðlilegt eftir það… hinsvegar mjög skrítið að þetta skildi gerast finnst mér. En jæja, best ég prófi live update og svo manual BIOS update.
Ég get lofað þér því að kælingin hjá þér er eitthvað vitlaust sett á. Retail kælingin á að geta komið í veg fyrir að thermal throttle fari í gang. Náðu í forrit sem heitir Speedfan, stilltu það og notaðu aðeins það til að skoða hitastigið.
Skráðu hjá þér, IDLE hitastig, þ.e. hitastig sem er á CPU eftir 10 min eftir að ekkert er búið að hreyfa við tölvunni. Og síðan athugaru hitastigið þegar öll þessi forrit eru í gangi, þau sem ég minntist á áður. Segðu mér hvað Speedfanin sýnir.
Pent 4 á ekki að throttla fyrr en 72°-75°C hita og ef þú ert alltaf að throttla 60-70% færðu alls ekki allt úr örgjörvan sem hann á að láta út.
Kassaviftan afan á á að blása út, þessi uppi á að blása út, fáðu þær eina viftu sem blæs inn að framan, og helst eina sem blæs inn beint á örgjörvan eða skjákortið.
Þú verður að updata þennan BIOS. Ertu búinn að downloada BIOSinum frá MSI? Náðiru að setja hann á floppy? Hvað kemur nákvæmlega þegar updat-ið tekst ekki?
Varðandi hörðu diskana, þá átti fyrsti BIOSinn á þessu borði að vera eitthvað gallaður, sýndi t.d. 160GB diska minni en þeir voru.
Jæja þú lætur mig vita með þessi hitastig…
0
Ég update'aði BIOS'inn og það gekk ágætlega, nema þegar ég restartaði kom upp “CMOS settings wrong”,þá fór ég í setup og gerði disable á quick boot og líka “full screen logo show” (þetta hafði verið eina leiðin í langan tíma til að fá tölvuna til að finna harða diskinn strax) og þá var allt í lagi.
Ég fékk mér core center sem er svona hardware monitor frá MSI (n.b. ég gerði þetta allt áður en ég las þetta síðasta svar frá þér) og keyrði testið með öllum forritunum. Hitinn fór mest upp í 68°C og minnst í 62°C á meðan þetta var í gangi en hélt sig mestallan tímann í 65°C. Mér sýnist idle hitinn vera um 60°C, kannski eitthvað minna. Throttle'ið var ennþá eins, þ.e. fór svona 2-3 sinnum upp í 66% í smástund en var mest í 10-20%, fór alloft í 40% líka. CPU var ekki alveg stöðugt í throttle, en þó mikinn meirihluta tímans.
Það er ekkert viftustæði framan á kassanum, svo ég get ekki sett viftu þar, spurning hvort ég þurfi nýjan kassa? Mér sýnist ég vera að nota öll viftustæðin í kassanum, nema kannski ef ég mundi taka aðra hliðina úr og láta viftu blása beint aftaná þar sem örrinn er.
Ef hún er vitlaust sett á, retail viftan þeas, á þetta þá ekki að vera í ábyrgð? Ég meina, ég prófaði náttúrlega fyrst að reyna að setja eina viftu á en skemmdi hana, örrinn slapp samt alveg við skemmdir, a.m.k. við fyrstu sýn. Ég setti allt annað líka í sjálfur, örrann sjálfan, móðurborðið, PSU o.s.frv.
0
Nei, vitleysa. Idle hitastig er 57°C, það var ennþá einhver vinnsla í gangi þegar ég tékkaði áðan, en slökkti svo í smá tíma og kveikti aftur og beið, sýnir nú 57°C.
0
Hmm þetta er eitthvað voða skrítið allt þetta hitastigsdæmi. Núna sýnir það 49°C. Ég installaði speedfan og það sýnir það sama, ásamt nokkrum öðrum hitastigum þar sem nr. 1 og 4 eru frekar “dubious”. nr.1 sýnir -10°C og nr. 4 sýnir -1°C. Ég á frekar erfitt með að trúa að eitthvað inní tölvunni geti verið svona kalt
0