Jæjja… Ég var að fá flatann skjá um daginn og tengdi hann og allt þannig rétt. Það eru tveir hlutir að bögga mig við hann… Númer 1. Hann er rosalega dökkur, hvernig getur marr stillt hann svo að hann sé eins og venjulegur skjár? Númer 2. Þegar ég fer í leiki slökknar á honum (ýmist í nokkrar sec. eða þangað til ég ýti á ctrl+alt+delete til að komast úr honum á desktop)ég held að það sé útaf frame refresh rate-inu og hz inu… hvernig lagar maður þetta?
Vinsamlegast hjálpiði mér með þetta…
P.S. Ekki vera með bögg útaf stafsetningarvillum please