Ég keypti mitac vél af Start.is.
Skjákortið í henni var gallað svo ég skilaði henni. Það endaði samt allt vel. En ég fékk að vita það að Hugver vildi ekki viðurkenna að það væri gallað, sem það var augljóslega (sífrjósandi, grafíkin að feila ef e-ð d3d/gl var keyrt, Start.is viðurkenndu það og voru sammála mér).
Þetta fór þannig að ég fékk nýja vél frá Start,úr þeirra vasa, Hugver er með mitac umboðið á Íslandi en start er endursöluaðili. Hugver var víst ennþá með derring við þá en ég veit ekki hvernig það fór.
Vélin hefur reynst mér vel, þurfti reyndar að ná í driver af omegadrivers.net til að fá nýrri drivera. Annars eru mitac vélarnar það mesta sem þú færð fyrir peningin ef þú horfir á það út frá system specs, þó að t.d. sambærilegur búnaður frá öðrum framleiðendum performi kannski betur (t.d. Ati radeon 9700 mobility frá acer kemur betur út en sama kort frá mitac). Munurinn verður þó aldrei mjög mikill.
Vélin mín;
http://start.is/product_info.php?cPath=138&products_id=759 Ég hef verið að spila doom 3 og HL2 á þessari án nokkurra vandræða :)
Ég mæli líka með kæliplötum fyrir fartölvur sem fást í Start ef þú ætlar að nota tölvuna mikla grafíkvinnslu.