Það virkar þannig að það athugar hversu stöðugt minnið er að vinna á settum hraða (400Mhz t.d.) við setttar latencies, það er þá t.d. 4-4-4-12 er frekar hátt latencie, en maður vill fá sem lægst, þannig er hægt að nota þetta forrit að athuga hversu lágt maður getur pínt minnið sitt í latencie, og þannig virkað hraðar. Latencie er mælikvarði á hversu hratt kerfið hjá þér sækir gögn í minnið og hvernig það er sótt, en ég ætla ekkert að vera flækja málið eitthvað meira.
En margir segja að memtest þurfi að vera í gangi í nokkra tíma, talað um 20 tíma, en mér finnst það heldur of mikið langt, prófaðu að hafa það í gangi yfir nótt…
Ef það er ekki það þá eru góðar líkur á þetta geti verið skjákortið, en það á samt ekki að koma blue screen. Blástu nú rykinu úr kassanum og prófaðu að nota 3Dmark eða Aquamark í loopi yfir nótt og sjáðu til hvort blue screenin komi aftur.
takk :) ég var samt aðallega að tala um virkni forritsins, en það hafði eitthvað installast vitlaust eða eitthvað í fyrra skiptið, því ég formataði diskinn og installaði aftur, og þá sá ég hvernig a.m.k. forritið átti að vera í gangi. En já, ég prófa kannski að hafa þetta í gangi yfir nótt einhvern tímann, en þá þyrfti ég að færa tölvuna reyndar, mikil læti :).
Ég er reyndar einmitt nýbúinn að blása rykinu úr kassanum og flestu dótinu, vildi ekki vesenast reyndar í að taka örgjörvaviftuna af, en þetta er ekki nema svona 3 mánaða gamalt, held að það ætti að vera í lagi aðeins lengur. En ég þakka svarið ;)
0