Kvöldið.
Í dag fór ég í hugver og keypti mér 250 WD harðan disk og IDE kapal, svo gekk allt vel þangað til ég átti að borgað, þá segir afgreiðslumaðurinn við mig að þetta kostar 6.900kr og ég spyr hann 16.900? hann segir nei 6.900kr og ég hugsaði og borgaði þennan 6.900 kall, fékk kvitun ( sem ég setti kennitölu á ) svo labba ég útí bíl og fer að pæla í þessu, og kíki á kvittunina þá sé ég að hann hefur stimplað 80gb WD
disk inná, og ég hef sem sagt borgað rúmlega 10þ minna fyrir diskinn,
Svo keyri ég heim og set diskinn í ekkert mál, svo hringir afgreiðslumaðurinn í mig og segir að það hafa verið gerð mistök og byður mig um að koma aftur og borga mismuninn, og ég segi að ég sé frekar upptekinn enn reyni að koma.
Svo fer ég að pæla:
hafa þeir einhverja sönnun að ég fékk 250 gb diskinn staðin fyrir 80gb diskinn,
geta þeir krafist að ég borgi þennan pening á milli.
Nú spyr ég ykkur um aðstoð, hvað á ég að gera?