Þessi nýju móðurborð, sérstaklega þessi í dýrari kantinum, hafa mjög margar tengingar fyrir harða diska í sjálfu móðurborðinu. Td er ég með 4 SATA tengingar og 6 Venjulegar IDE.
En hversu gamlir eru þessir diskar? Það er mjög lítið selt af SCSI diskum í dag. Enda eru þeir svo litlir (í GB). Þú veit að 69 pinna SCSI hefur bara flutnings harða upp á 80mb/s…og 50 pinna með 40Mb/s en SATA er með 150Mb/s og ATA er með 100Mb/S -133Mb/S….
Það er verið að selja 200 gb disk í TASK á 10000 kall, ef þig vantar diska. Það er ódýrt.
Ég sé að þetta er dáldið mikið gömul tölva sem þú hefur þarna?