Ég var aðeins að pæla, ég er nýbúinn að fá mér vél, og ég hún er c.a svona; Intel P4, 3.2mhz, 512mb minni, man ekki hvernig móbóið var, síðan fékk ég mér PCI kort, þarsem útaf eitthverjum ástæðum var bara PCI rauf í tölvunni, ég var svona wtf fyrst, vissi ekkert hvað þetta PCI var, kannaðist bara við AGP, en síðan kemst ég að því að þetta PCI stöff er miklu öflugra en AGP.

Síðan las ég um daginn að PCI kortin væru ekkert öflugri en AGP akkúrat núna, því móbóin / örgjarvarnir sem væru í notkun núna, færu ekki nógu góðir til að nýta PCI Express kortin. Þannig ég spyr, er vélin mín nógu góð til að ná fram því besta í PCI Express kortinu mínu?

Ath. fékk mér ATI Radeon 9600xt PCI express
trausti