Ég var að velta fyrir mér hvort þessi talva sé the real deal eða hvað? Hún er verðsett á 219.000kr og kemur með öllum djöflinum.
Þar sem ég hef dottið svolítið út úr tölvubransanum myndi ég vilja spyrja tölvufróða hvort ég sé að kaupa köttinn í sekknum eður ei.
Er þetta gott skjákort -,góður örgjörvi?
Ég tel mig vita að hljóðkortið er fyrirtak, það eru tengimöguleikarnir sem ég er að velta fyrir mér, ég á Creative Inspire 5300(5.1) hátalarasett(5+bassabox) og tengdi ég það við Audigy Platinum hljóðkort. Lendi ég í vandræðum með nýja kortið(Audigy 2)?
Ég myndi nota tölvuna aðallega til þess spila tölvuleiki og horfa á DVD-myndir.
Er þessi talva ef til vill over the top fyrir áhugamann, ef svo er með hverju mælið þið?
Ítarlegar upplýsingar um gripinn er að finna á tolvulistinn.is.

Með fyrirfram þökk
KURSK