Vandamálið er að fartölvan mín er ónýt og því vantar mig tölvu. Ég á eina turn tölvu sem ég ætla að uppfæra nánast frá grunni. Ég nota tölvuna mjög mikið, aðallega í skólanum, á netinu og við ýmsa leiki, þó ekki leiki sem þarfnast góðs skjákorts. Ég spila aðallega svona hæga leikir sem þarfnast mikillar vinnslu (t.d. FM2005).
Mig vantar að vita svar við nokkrum spurningum.
Ég þarf mjög gott vinnsluminni og ég er alveg til í að eyða 10-15 þ kalli í slíkt. Hvernig vinnsluminni mælið þið með?
Ég er semsagt með kassa. Get ég ekki troðið öllum andskotanum í þann kassa?
Ég er með utanáliggjandi harðan disk og því þarf ég í mesta lagi lítinn góðan harðan disk, svona 20-40 gb væri hæfilegt.
Hvernig örgjörva mælið þið með? Ég þarf ekki súperhraðan örgjörva, bara einhvern góðan. Þarf ég ekki viftu eða e-a kælingu með, þar sem viftan mín er hundgömul?
Síðan vantar mig sjónvarpskort, svo ég get tengt tölvuna í sjónvarpið mitt. Þetta kort þarf þó alls ekki að vera neitt súper gott. Helst bara ódýrt, því ég spila ekki þessa leiki með súpergrafík.
Ætli það sé kannski best fyrir mig að kaupa svona tilbúnar uppfærslur frá tölvubúðunum? Hvaðan mælið þið þá með?
Ég væri til í að fá svar við einhverjum þessara spurninga. Allt í lagi ef þið svarið einni og einni.