Hæ, flott að við lófatölvunörrar höfum loksins samastað hér á skerinu. Ég ættla að benda þér á hinn möguleikann á lófatölvumarkaðinum, þ.e. Pocket PC. Ástæðan fyrir því að ég hef valið mér Pocket PC frekar en palm er sú að ég vill hafa lófaTÖLVU, ekki skipuleggjara með auka fídusum. T.d. eftirfarandi er hægt að gera léttilega á Pocket PC:
Browsa netið, lesa tölvupóst, spjalla við félagana á MSN, horfa á fréttaupptökur frá rúv og visir.is (t.d. sjónvarpsfréttirnar í gær, kastljós frá því á miðvikudaginn í síðustu viku) ofl. ofl. Og allt þetta er hægt að gera á sama tíma, þú getur verið með öll þessi forrit í gangi á sama tíma án þess að tölvan hökti.
Ég veit þetta því þetta gerði ég daglega í iPAQ 2215 tölvunni minni (sem ég seldi nýlega til að fá mér Dell Axim X50v sem ég fæ í des ;-) )
En þið megið ekki misskilja mig, PalmOne framleiðir frábærar lófatölvur sem milljónir manna kaupa, en fyrir þá sem vilja TÖLVU sem þú setur í vasann þá er Pocket PC málið.
Pottlok, ef þú ert að spá í Zire 72 og villt horfa á Video skoðaðu þá Dell Axim X30. Hún kostar 300$ og er með 624 MHz örgjafa, bluetooth og wifi ofl. ofl. Og fyrir video afspilun þá nota ég Beta Player. alvöru Divx spilari sem höndlar óþjappaða fæla, getur hent 700MB bíómynd á kortið þitt og hún spilast fullkomlega. Varðandi kortin þá er ég með 1GB Secure Digital og 1GB CF kort.
En enn og aftur, gaman að það sé komið lófatölvu spjall hér á huga.