Daginn, ég vissi nú ekki alveg hvar ég ætti að pósta þessu, en sjáum hvort einhver hérna viti ekki eitthvað um málið.
Þannig er að ég er með Linksys, þráðlausan adsl router (BEFDSR41W) sem missir oft út port forwarding stillingarnar þegar ég er að breyta einhverju.
Þeir sem eiga svona router kannast kannski við þetta? Þetta gerist þegar maður er að vista nýtt port eða breyta ip tölu, eða eitthvað sem krefst þess að maður visti. Þá hverfa allar ip tölurnar út (ekki portin, eða enabled flaggið, bara ip talan).
Eina leiðin til að laga þetta er að gera reset. Með tilheyrandi böggi, setja inn mac addressur og leiðindi.
Ég er búinn að sækja mér nýjasta firmware-ið og er að pæla í að smella því inn, einhver með reynslu (slæma/góða) af firmware uppfærslum á þessum adsl routerum?