Hjálp með tölvukaup.
Þannig er nú má með vexti að mig vantar fartölvu sem vinnur vel á AutoCAD teikningum og 3dstudioMax. Þannig að ég er að spá í því hvort það er betra að vera með AMD 64 eða venjulega AMD, eða pentium (centrino eða 4) örgjafa? Hver er þín reynsla af þessu ágæti lesandi? Geturu nokkuð hjálpað mér að taka þessa ákvörðun, mig vantar nefnilega þessa vél eiginlega strax.