Ég er með pentium 3 tölvu og er bara með tvær raufar fyrir minni. Ég er nú þegar með 2 128 mb sdram í tölvunni. Var að spá, veit einhver hvort ég get sett ddr í þessa vél?

Eða hvort ég fái mikið útúr því að uppfæra úr 256 í 768 mb sdram?

Málið er það að tölvan vinnur frekar mikið bara við að opna folder og netsíður og ekkert spes fps í leikjum. Mig langar að boosta hana aðeins.

Hvað mælið þið með og ef einhver veit hvort ég geti sett ddr í vélina þá væri mjög gott að vita það og hvar er hægt að fá gott ddr minni.

Ég er semsagt með pentium 3 tölvu, 18,9 gb og 1000 mhz, ef einhver veit eitthvað þá endilega hendið inn upplýsingum!

Með kveðju Maggi