Þú herra “kústskaftíóðæðrienda” gerir þér vonandi grein fyrir því að ástkæra írska tölvan þín er gerð úr íhlutum sem eru framleiddir í Tælandi.
“Geforce 128 mb” segir voðalega lítið. Ódýrasta 128 mb Geforce kortið sem ég fann kostaði undir 6000 kr, á meðan það dýrasta fer auðveldlega yfir 30 þúsund.
Þú segir að þessi tölva sé gerð úr vönduðum pörtum en ekki annars flokks tælensku drasli, skoðum það aðeins.
2,4 ghz örgjörvar eru allir eins, þar sem þeir eru allir framleiddir af Intel og uppfylla allir sama staðal. Geforce skjákort eru hverju öðru lík, í það minnsta eru þau kort sem koma frá “vönduðum” framleiðendum ekki mikið dýrari en aðrar útgáfur. Um góða harða diska gildir það sama, þeir eru ekki mikið dýrari. Sem og minnið. Osfrv. Eina sem þú telur ekki upp er móðurborðið og það er líklega ekki mjög magnað miðað við ný móðurborð í dag.
Svo er ekki til neinn “2,4 GHZ M örgjörvi”. Hvorki frá Intel né AMD. Intel M örgjörvarnir eru fartölvuörgjörvar og eru ekki enþá komnir yfir 2 Ghz.
Fjármálafyrirtæki borga meira fyrir Dell og IBM tölvur því þær hafa jú minni bilanatíðni en sumar aðrar tölvur, en aðalega vegna þess að eftirsölu þjónustan frá söluaðilum þessara merkja er venjulega mjög góð, sem skiptir ansi miklu máli þegar þú kaupir tölvur í tuga eða hundraða vís. Fyrir einn aðila útí bæ er alveg jafn gott að kaupa sína tölvu í pörtum, bæði fær maður þá nákvæmlega þá hluti sem maður vill og getur leitað að besta verðinu.
Ég á svipaða tölvu (stærri diskur, verra skjákort) og ég myndi ekki selja hana á mikið meira en 45 þúsund, með skjá.