huglion: Meira minni á skjákorti kostar meira, þar af leiðandi kostar 256 mb kort meira en 128 mb kort. Meira minni gefur þér ekki meiri hraða, ekki beint, en það gefur þér möguleika á hærri upplausn með meiri “detail”. Ekkert “feik” á bak við það að selja dýrari vöru á hærra verði. Svo eru alveg jafn margar pipelines í 9600 128mb og 9600 256mb, enda sama kortið, bara annað með meira minni.
naflastrengur: Svona miðað við verðin sem ég sé á www.vaktin.is myndi ég segja að þú fengir meira fyrir peninginn í 9600 xt 256mb kortinu, 16850 kr hjá start.is á meðan að 9800 pro 256 mb kostar minnst 27123 kr og 9800 xt 256 mb kostar 39885. Kannski er 9800 pro betra fyrir peninginn, það er örugglega hraðvirkara en 9600 xt, en spurningin er hvort það er 10 þúsund króna virði (ef þú ert að reyna að spara peninginn).