Góðir hálsar!

Ég er einn af mörgum sem er að spila Doom III. Það eru flöskuhálsar í vélinni minni sem valda því að ég hef lélegt FPS í þessum leik. Mig langaði því að óska eftir smá áliti frá ykkur. Málið er að ég er kominn nokkuð áleiðis með leikinn og get ekki hugsað mér að spila hann á lakari gæðum en High quality (næst hæsta stillingin). Á þessari stillingu hef ég of lélegt FPS - a.m.k. þegar einhver action er í gangi. Það sem ég hef í vélinni minni er eftirfarandi:

Móðurborð með Intel 875 kubbasetti,
P4, 3GHz örgjörva (Northwood),
PC2700 minni 512MB (vinnur á 320MHz),
Nvidia GeForce 4200 Ti (128MB).

Það kemur ekki til greina að skipta út móðurborðinu né örgjörvanum. Hugmyndin er að skrapa saman fyrir annað hvort RAMi eða GPU. Spurning er bara hvort þið telduð vænlegra til að cranka upp hærra FPS í leiknum.

Valið stendur á milli þess að virkja Dual DDR eiginleika kerfisins - þ.e. að fara í tvær paraðar 512MB minnisflögur (samt. 1024MB) sem vinna á tíðninni 400MHz eða að uppfæra skjákortið í GeForce 6800GT.

Ég stend í þeirri meiningu að með því að fara RAM leiðina þá fái ég betra FPS en enga betrumbót á myndgæðum, en ef ég fer GPU leiðina þá fæ ég ekki eins mikla aukningu á FPS en hinsvegar flottari mynd á skjáinn.

Hvað haldið þið?

Kveðja,
Z.