Ef þú ert með windows sem ég geri ráð fyrir þá geturu farið í Start og þar í Run… og skrifað þar cmd en ef að Run… er ekki á sínum stað þá geturu líka farið í windows möppuna á harðadisknum og þar í system32 og fundið cmd þar. Þegar þú ert búinn að opna cmd skrifaru þar ipconfig /all og þá minnir mig að það sé neðsta talan sem kemur í rununni. Ef þetta gengur eitthvað ílla áttu líka að geta fundið þessa tölu eitthverstaðar utan á vélinni þinni allavega stendur það utan á öllum ferðavélum sem ég veit um.
* MAC-adressan er tólf stafa samsetning af bókstöfum og tölum. Bókastafir eru bara á bilinu A-F. Stafarununa má oftast finna framan á netkortinu. MAC-adressu innbyggðra korta má flétta upp í gegnum viðkomandi stýrikerfi.
Windows NT/2000/XP: Smella á START og RUN og skrifa CMD og skrifa síðan IPCONFIG /ALL. Mac-adressan kemur fram sem Physical Address.
Win 95/98: Smella á START og RUN og skrifa CMD og skrifa síðan WINIPCFG. Þá opnast gluggi iP Configuration. í fellivalglugganum er þráðlausa kortið valið. Mac-adressan kemur fram sem Adapter Address.
MacOS 10: Smella á Eplið og System Properties . Velja Network og Show Airport.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..