Ég hef lengi verið að spá og spekúlera í nýrri vél, þar sem ég tel það gagnslaust að uppfærra þá sem ég nota í dag.
Fyrst var ég að hugsa um minnsta Intel örrann á i850 móbói, en eftir að hafa sankað að mér upplýsingum um hann, og getu hans á móti getu AMD T-bird, en eftir mikinn lestur á huga.is og annarsstaðar, ákvað ég að skella mér á T-steikur fuglinn ;)

Málið er bara það að ég veit nákvæmlega EKKERT um AMD örra ! Ég hef lifað í helli undanfarin ár hvað þá varðar og gjörsamlega sniðgengið þá og alla umræðu um þá síðan ég sá hvernig þeir virkuðu fyrir suma vini mína. ( við höfum það ennþá í flimtingum að seinasti AMD örrinn sem var í eigu vinar míns, hafi þurft “aðstoð” særingamanns til að fjarlægja hann úr vélinni hans. einnig að það hafi verið messað yfir því eftir að það ( móbóið með örranum ) var brotið, kveikt í því og það grafið, og slett vígðu vatni á gröfina svo það myndi ekki rísa upp frá dauðum ;) sorrí, stóðst ekki mátið að segja þessa sögu ;))

Jæja, það sem ég hef í sigti núna er:

Athlon T-Bird 1200 mhz, 266mhz FSB yadayadayada, með
Alpha PAL6035 kæliviftu, og á
Abit KT7A-RAID móbói, og
128 - 192 mb SDRAM-DDR PC 133 vinnsluminni,
Enermax EG451P-VE aflgjafa

og restin:

Creative Labs3D Blaster Annihilator 2 Ultra
IBM Deskstar 75GXP 45GB 7200RPM UDMA ATA 100
-og ég er ekki viss um hvort ég keyri þetta á Win ME eða 2k

Ég læt ykkur fá þetta til að sjá hvort þetta er ekki allt compatible og alles, látið mig vita ef þið sjáið eitthvað bogið við þetta, ég er kominn með hausverk af því að gá ;(

En það er aðallega eitt sem ég þarf ykkar hjálp með, ég finn hvergi nokkursstaðar stað þar sem minnst er á að þetta tiltekna móðurborð styðji DDR minni, sem mér skiltst afturámóti að sé miklu betra en RAMBUS minnistegundin fyrir P4 örrana. Er e.t.v. eitthvað annað móbó sem ég þarf þá að kaupa ? Og er eitthvað e.t.v. sem þið mynduð mæla með eða á móti ? Og þarf ég ekki allavega 300 - 400W aflgjafa og góða kælingu fyrir AMDinn … ?

Þakka ykkur fyrirfram ef þið nenntuð að lesa þetta allt ! ;)<br><br>LaXi
—————-
Ich komm wieder
in zehn Tagen
als dein Schatten
und werd dich jagen

Herzeleid, Asche zu Asche
LaXi