Ok, Hugarar..

Það sem mig vantar er nýtt móðurborð og örgjörvi..

Það sem mér datt hug er:

1. ABIT KT7A Socket A - 19.990 - computer.is
2. AMD Athlon 800Mhz Socket A - 14.990 - computer.is

Ástæða þess að ég mun uppfæra bara þessa tvo hluti er sá að tölvan mín rústaðist um daginn, og örgjörvinn og móðurborðin eyðilögðust bæði, brunnu yfir..

Og seinna mun ég uppfæra afganginn (Skjákortið, hljóðkortið o.fl)

En svo talaði ég við SÉRFRÆÐING, og þá meina ég sérfræðing..
hann mælti með móðurborðum frá Þór hf, og sagði að það væri fullt á lagernum þeirra af allskonar dóti og það væri hægt að semja við þá um gott verð, en mér líst bara alls ekkert á Þór, mér líst miklu betur á computer.is.

Sérfræðingurinn bauðst svo meira að segja til að setja saman allt heila dótið.. ÓKEYPIS!! Og það er frábær, en ég vill ekkert móðga hann með því að hunsa hann ráðleggingar. Svo myndi hann setja Windows (hvaða Windows sem er) upp, og senda hana til baka í fullkomnu ástandi, það er þjónusta í lagi..

En hverju mælið þið með ?? Eru SOYO borðin góð ??

SIGZI