Ég er nú búinn að eiga tölvuna mína í ca. hálft ár. hún er búinn að fara 4x í umboðið og þú hún sé betri núna og langt síðan hún fór síðast er hún verulega óstöðug. Algengt er að hún frjósi og mjög oft kom fyrir að ég fékk bláskjá þegar ég valdi shut-down (nota Windows ME).
Afhverju veit ég ekki en nú keyrir hún alltaf Scan-Disk Thorough við ræsingu. Kannski bara af gömlum vana :) Veit einhver hvernig ég get fengið hana til að hætta því? (Það eru sneggri svör á Huga en í gegnum umboð eða Windows ME help! :)
Ég hef grun um að módemið hjá mér gæti verið rót vandans að hluta (þá sérstaklega í conflicti við SB Live Playerinn?). Kemur þá vonandi í ljós ef ég fæ mér ADSL eða þannig. Einnig gæti skjákortið verið að gera mér skráveifu. Er að velta fyrir mér að henda inn DirectX 8.0 og D3 frá nVidia. einhverjar athugasemdir frá mönnum sem nenna að pæal í svona?