Drengir…hví eruð þið alltaf að hamast í að slökkva á vélunum ykkar? Win2000 er hannnað með það í huga að vélin sé í gangi nánast alltaf. Það á kannski að þurfa að endurræsa mest einu sinni í viku. Enda er dótið heila eilífð að endurræsast ;)
Svo er líka til ágætur fídus sem heitir “hibernate” og þá skrifar vélin innihald vinnsluminnisins á harða diskinn og slekkur svo. Svo næst þegar það er kveikt þá spólast minnið aftur frá disknum í vinnsluminnið og vélin verður eins og síðast. Þetta tekur kannski 5-10 sek.
Persónulega slekk ég aldrei á tölvunum mínum, heldur læt þær ganga 24/7 alla daga ársins. Svo er maður að endurræsa svona einu sinni til tvisvar í mánuði svona að gamni. Sem dæmi þá hefur var ferðatölvan mín síðast ræst fyrir 23 dögum. Þetta er eina tölvan heima við.
Þannig að ég segi: Hættið að hamast á on/off takkanum, þó svo að það sé eitthvað bögg og vélin vill ekki slökkva eðlilega á sér þá skiptir það ekki máli ;)
BOSS…á leið í frí…jibbí :)
There are only 10 types of people in the world: