Jæja, nú jæja… Ég var bara að velta fyrir hvort einhver hefði lent í því sama og ég með þessa $%&! mús… Hún er hætt að virka, hvort sem ég tengi í USB eða P/S 2 tengi… Hún virðist bara ekki fá straum. Hefur þetta hent fleiri?
Já ég lenti í þessu nema það að músin hjá mér var farinn að lagga eitthvað mikið og driverarnif duttu út og maður gat ekki stillt sensitivity á henni. Þá fann ég út að það var sambandsleisi í snúrunni á henni. Ég opnaði hana og lóðaði þetta aftur saman og það er að virka :-)
Ég held að þetta sé nokkuð algengt. Ég var að vinna í tölvuverslun og það biluðu þrjár svona hjá okkur og það var alltaf það sama, sambandsleysi í snúrunni.
“My scythe… I like to keep it close to where my heart used to be.”
Þú verður að taka svörtu flipana af (það sem hún rennur á) þar eru 4 skrúfur undir henni. Bara gera það varlega svo að það sé hægt að nota þetta aftur. Ég gat sett þetta aftur á án þess að bæta við meira lími.
Ég á svona mús og ég sé geðveikt eftir að hafa ekki keypt mér Intellimouse Optical(held að það sé nafnið) Hún er hvít, minni, léttari og með jafnmörgum tökkum, held að hún sé brill!
En hvað er það með þessa Exlporer mús að í sumum leikjum ef maður hreyfir sig mjög hratt þá er maður allt í einu að horfa upp í himinninn, sérstaklega í CS, samt er sensitivity ekki mikið og allt á að vera í lagi??
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..