Kubbasett er einn til tveir kubbar á móðurborði hverrar tölvu sem tengja mismunandi hluta hennar. Það hvað kubbasett eru goð hefur oft mikið að segja um hversu öflug tölvan er og stabíl. Yfirleitt er kubbasetti skipt í tvo hluta. Í grófum dráttum má segja að Norðurbrú (Northbridge) er kubburinn sem tengir örgjörva og minni. Norðurbrú tengist síðann Suðurbrú sem er kubburinn sem sér um að tengja vélina við aðra hluta s.s. harða diska, mýs og lyklaborð.
Kubbasett eru mismunandi eftir því hvaða örgjörfa þau eru gerð fyrir. Einnig eru til sérstakar tegundir kubbasetta sem eru gerð fyrir servera og fjöldaörgjörfaumhverfi.