Sæll,
Örrar geta orðið býsna heitir án þess að eyðileggjast, örugglega 80-90 gráður (mælt fyrir utan) en yfirleitt verða þeir óstöðugir og líftíminn hrapar verulega á þessum slóðum, stundum þegar við 70 gráður. 62 gráður er í hærra lagi fyrir hversdagskeyrslu. Hef heyrt fólk leggja til 45-55 gráður fyrir svona venjulega keyrslu á venjulegri tölvu..hvað svo sem það er. Svo er það þeir sem fikta…þeir þurfa/vilja fara neðar til að halda dótinu stöðugu og til að fá fleiri MHz. Svo er það líka eðlilegt að örrinn hitni aukalega undir álagi, eins og að keyra torture test á prime95 forritinu (www.mersenne.org).
Kv.
Jón F.