jæja þá ætla ég að reyna að kaupa ferðatölvu fyrir skólaárið sem er að byrja, og er á budget í kringum 150 þúsund kallinn. En málið er það að ég er mikill tölvuleikjakall og veit að mér á eftir að leiðast alveg rosalega í íslenskutímum og félagsfræði 202 og svona blabla, svo það er um að gera að spila leiki í stað þess að láta sér leiðast ;D

En ferðavélar eru nú ekki beint sniðnar í að spila leiki.. Vélar með góðum skjákortum eru ekki auðfundnar.
En ég er með 2 í sigtinu:

MSI vél frá tölvulistanum á 140 þúsund. Með Radeon 9600 64mb, 256mb DDR 1.5 *Pentium M Dothan* (WTF is that??) - Centrino

Acer Aspire á 160 þús frá tölvulistanum. Radeon 9700 64mb, 512mb DDR, 1.5 Centrino


Acer-inn er með 1200*800 skjá sem ég vil gjarnan hafa, en er þetta til vandræða í leikjum, þar sem þeir eru nú oftast í 4:3 upplausn, ekki 3:2

Er 64meg minni á skjákorti nóg til að spila new generation leiki, UT2004, Half Life 2, Doom 3??

Hvað segja sérfræðingarnir?? :)<br><br>——————————–
Félagsfræðingar eru fífl !!! :Þ
Low Profile